Hálfsnert stúlka er ný skáldsaga eftir rithöfundinn Bjarna Bjarnason og er gefin út af Veröld. Í tilefni af útgáfu hennar verður létt og skemmtileg samkoma í Eymundsson í Austurstræti,efri hæð, þriðjudaginn 28.október kl. 17.00.
Bjarni mun segja stuttlega frá tilurð bókarinnar og vinkona okkar hún Ingibjörg Þórisdóttir, leikkona og kennslustjóri Listaháskóla Íslands, les valda kafla.
Léttar veitingar í boði.