Í ár fékk Peter Handke verðlaunin og út brutust mikil mótmæli. Það á sér vissar skýringar. Ekki þannig að fólk væri að andmæla því út af lélegum gæðum verka hans, þetta voru ekki dramatúrgísk eða fagurfræðileg andmæli heldur pólitísk. Leikskáldið hafði nefnilega á tíunda áratugnum varið aðgerðir Serba og sér í lagi Milosevic forseta þeirra. (Handke hélt ræðu í jarðarför hans þar sem hann varði aðgerðir forsetans). Hann afneitaði þjóðarmorðum í Kosovo og hefur síðan þá ekki verið í náðinni innan þýska málsvæðisins ef svo má að orði komast.
Snæbjörn Brynjarsson skrifar via Umdeild Íbsenverðlaun | REYKVÉLIN.