Tove Jansson 100 ára

Bo Andersson syngur lagið Höstvisa eftir Erna Tauro við texta Tove Jansson.

„Tove Marika Jansson (9. ágúst 1914 – 27. júní 2001) var finnlandssænskur rithöfundur, listmálari og teiknari, fædd í Helsinki. Hún var komin af listafólki en móðir hennar var sænska listakonan, Signe Hammarsten-Jansson og faðir hennar finnski myndhöggvarinn Viktor Jansson. Hún er þekktust fyrir bækur sínar um Múmínálfana, þó skrifaði hún einnig aðrar bækur ásamt því að myndskreyta bækur eftir aðra. Til dæmis myndskreytti hún bæði Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien og Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll.“

via Tove Jansson – Wikipedia, frjálsa alfræðiritið.