Stofnfundur MÁF/VAVINAFÉLAGSINS í dag kl. 15:00 í Vatnsmýrinni

Hér með tilkynnist…

…að margumbeðinn stofnfundur Máf/vavinafélagsins fer fram
laugardaginn næstkomandi, þann 4. október, í garðskálanum við Norræna
Húsið í friðlandinu í Vatnsmýrinni kl. 15:00.

Auk hefðbundinna stofnfundarstarfa (sem gulltryggt er að fari fram á
stuttum tíma og með snörpum hætti) verður boðið upp á hið 1sta ritúal
félagsins, framkvæmt af stofnendunum Snorra Páli Jónssyni
Úlfhildarsyni og Steinunni Gunnlaugsdóttur, auk þess sem sérlegur
velunnari félagsins, Gunnhildur Hauksdóttir, mun flytja veglegt
hátíðarávarp í tilefni dagsins.

Allir máf/var og máf/vavinir velkomnir!

______________________________________________________

Fundurinn er hluti af halarófu verka eftir Snorra Pál og Steinunni
Gunnlaugsdóttur, sem sameinast undir titlinum EF TIL VILL SEK og fara
fram frá 20. september og eitthvað út október. Frá opnun rófunnar hafa
þau sýnt þrjú vídeóverk og eitt stykki viðveruverk í tveimur hlutum.
Til viðbótar við MÁF/VAVINAFÉLAGIÐ eru svo eftirfarandi atburðir
framundan:

MANNAUÐSMOUNTAIN
— Afhjúpun skúlptúrs eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur —
Höggmyndagarðinum, Nýlendugötu 17a
Tíma- og dagsetning kynnt í næstu viku

LENGIST Í TAUMNUM
— Útgáfa ljóðabókar eftir Snorra Pál —
Staður og stund kynnt í næstu viku

Nánari upplýsingar:

Steinunn / www.sackofstones.com
Snorri Páll / www.wheelofwork.org