„Ég heyrði fyrst um hann sem unglingur þegar ég las grein um hann í Lesbókinni. Þegar ég fór síðan í heimspeki við Háskóla Íslands óx áhugi minn á honum. Þótt ég hafi vitað af Wittgenstein og stórkostlegri ævi hans í næstum 20 ár var það ekki fyrr en fyrir svona 2 til 3 árum sem ég fékk fyrst þá hugmynd að líf hans væri alveg svakalega flott efni sem bíómynd,“ segir Óttar.