Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa

„Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins og síðar á þessu ári verður staða Þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar.

Þessi væntanlegu umskipti hafa orðið tilefni nokkurrar umræðu og blaðaskrifa um hvað ráða eigi ferðinni í vali á listrænum stjórnanda í opinberu leikhúsi. Fyrr í vetur var varpað fram spurningunni um hvort íslenskt samfélag hefði efni á að reka menningarstofnanir á borð við þjóðleikhús sem aftur vakti spurningar um tilgang slíkra stofnana fyrir samfélagið.

Að því tilefni stendur Leiklistarsamband Íslands í samvinnu við sviðslistadeild Listaháskólans fyrir málfundi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa.“

Frekari upplýsingar: Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa – LHI.is.