Óperan Ragnheiður var sigurvegari Grímunnar – íslensku sviðslistaverðlaunanna sem veitt voru í 12. skiptið í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ragnheiður var valin sýning ársins auk þess sem hún var verðlaunuð fyrir bestu tónlist og besta söngvara. Kristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi.