Raunar eru þýðingar á ýmsum verkum orðnar það gamlar að varla má búast við því að ungur lesandi ráði við að skilja þær á íslensku áður en hann er orðinn fær um að lesa þær á ensku. Mér dettur í hug 1984 eftir Orwell sem þýdd var á íslensku árið 1951. Orwell er allajafna einstaklega skýr höfundur sem ekki hleður upp óþarfa hindrunum milli meiningar og meðtöku. Íslenska þýðingin er langt frá því að vera skýr. Á hverju heimili undir eftirliti Stóra bróður er til dæmis flatskjár sem bæði er sjónvarp og myndavél. Orwell kallar skjáinn „telescreen“. Í íslensku heitir hann „firðtjald“.