Nýtt myndband með Asonat

Myndbandinu var leikstýrt af tvíeykinu Seba & Maga, en lagið er af væntanlegri breiðskífu Asonat sem kemur út þann 30. september næstkomandi og mun hún kallast Connection. Myndbandið er unnið með svokölluðu Rotoscopic Animation tækni. Rafpoppsveitin Asonat er skipuð Jónasi Þór Guðmundssyni (Ruxpin), Olenu Simon og Fannari Ásgrímssyni – en skífan kemur út á vegu​m bandarísku útgáfunnar n5MD. Breiðskífan hefur að geyma tíu frumsamin lög með sveitinni og er hárfín og hlýleg blanda af raftónlist og popptónlist