Listakonan á bak við verkið heitir hins vegar Simone Aaberg Kærn. Á heimasíðu hennar má sjá ýmis verk þar sem listakonan tekst á við grundvallarspurningar um stríð og frið. Undir yfirskriftinni Art in War lýsir hún reynslu sinni af átakasvæðum í Lýbíu og Afganistan.
En hver er þá boðskapur listaverksins með Anders Fogh og herþotunni? Tjah, það er ekki ennþá ljóst. Eins og listakonan útskýrir er verkið enn í sköpun og hún stefnir að því að skrifa bók um ferlið, hugmyndafræðina á bak við verkið og viðbrögðin við því.