Minningarmálþing um Matthías Viðar

Minningarmálþing um Matthías Viðar Sæmundsson (1954–2004) verður haldið á afmælisdegi Matthíasar 21. júní 2014, Þjóðminjasafni Íslands, á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar. Það stendur frá kl. 10 til kl. 16,30.

Málþingið hefst kl. 10 og þá tala Bergljót S. Kristjánsdóttir, Hermann Stefánsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Eftir hádegishlé, kl. 13, tala Dagný Kristjánsdóttir, Þröstur Helgason og Birna Bjarnadóttir. Í kaffinu verður boðið upp á léttar veitingar en eftir það, kl. 15, tala Soffía Auður Birgisdóttir, Guðmundur Sæmundsson og Ármann Jakobsson.