„Gestir eru leiddir í afmörkuðum hópum um geysistórt rými Brimhússins sem mótað er eftir innviðum stórhvela og fá alls konar upplifanir sem maður á ekki von á í innyflum hvala – hitta seiðkonur, galdrakarla, miðil, spákonur, fiðraðan mann sem er einn á báti uppi undir lofti og heldur kannski að hann sé guð. Maður fær að hlusta á sögur, horfa á myndbönd og fleira og fleira. Að endingu erum við rækilega minnt á þann hæfileika okkar að muna – safna minningum – og gefið nett í skyn að við eigum að setja þessa upplifun í minningasjóðinn og eiga hana þar til að rifja upp við ólík tækifæri.“
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Fantastar á TMM-vefinn via Í iðrum hvalsins : TMM.