Hvað er fegurð? – 8. svar

Steinunn Gunnlaugsdóttir

Steinunn Gunnlaugsdóttir

Líkt og hafið eru fegurð og ljótleiki duttlungafyllri og máttugri en mannskepnan.

Þau hrífa, hræða, víma, gefa og taka.

Hvorki maðurinn né siðferði hans fær beislað þessi samrýmdu öfl. Og það þó tilvera þeirra eigi sér fyrst og fremst stað í huga mannsins.

Steinunn Gunnlaugsdóttir fremur stundum list.

Starafugl bað sextán listamenn úr ólíkum listgreinum og á ólíkum aldri að svara til um afstöðu sína til fegurðarinnar. Svörin munu birtast eitt á dag á meðan enn eru nokkur til.