„Ég ætla ekki að tala um peninga. Við lendum alltaf í holum þegar við tölum um peninga. Hér er til nóg af peningum. Hér flæðir allt í peningum. Áhrif og umsvif listarinnar eru auðvitað mun veigameiri og mikilvægari en peningar, verða aldrei talin í júrum og krónum, aldrei sett fram í excelskjali. Þú getur ekki rökstutt blóm. Peningar eru bara kerfi sem mennirnir bjuggu til. Mig langar aðeins að fara yfir þau atriði sem mér finnst að mætti skoða, setja spurningarmerki við, endurhugsa, og fara yfir, varðandi opinber leikhús.“
Erindi Evu Rún Snorradóttur á nýlegu málþingi um hlutverk opinberra leikhúsa Hlutverk opinberra leikhúsa | REYKVÉLIN.