Andri Snær Magnason hlaut Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrr í dag fyrir bók sína Tímakistuna. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í efri-deildarsal Alþingihússins.
Prófessor Dagný Kristjánsdóttir, formaður dómnefndar, tilkynnti hver hlyti verðlaunin að þessu sinni og ræddi bókina í stuttu máli. „Tímakistan er ævintýri sem gerist á tveimur tímasviðum“ segir Dagný. „Á fortíðarsviðinu er sagt frá konungi sem elskar dóttur sína svo heitt að hann vill gefa henni eilífa æsku og sigra heiminn fyrir hana. Hann stendur við orð sín en um leið hefur hann engan tíma til að ala dóttur sína upp heldur geymir hana í töfratímakistu sem stöðvar tímann, meðal annars vegna þess að kónginum finnst hann ekki nógu góður handa prinsessunni …
via Hlaut verðlaunin í annað sinn | RÚV.
Myndin er af Instagramsíðu Andra Snæs.