„Álit þeirra er þó ekki aðeins neikvætt, þær drekka í sig menningu jarðarbúa. Geimskipið sjálft fær æði fyrir ýmsum tónlistarmönnum frá Bach til Stockhausen, og sendir in ósk til BBC World Service um að spila Space Oddity eftir Bowie sem er ekki sinnt, hinu nær-almáttuga geimskipi til mikillar gleði. Sögumaðurinn ráfar fyrir slysni í gegnum minnismerki í París um gyðinga sem fluttir voru í útrýmingarbúðir af nasistum og er djúpt snortin af þversagnakenndu eðli mannskepnunar, getunni til að fremja svo hryllileg ódæðisverk og til að sjá eftir þeim þeirra með svo áhrifamiklum hætti.“
Guttormur Þorsteinsson skrifar um State of the Art eftir Iain M. Banks á Lemúrinn Geimverur éta einræðisherra: The State of the Art eftir Iain M. Banks | Lemúrinn.