Í gjörningnum sjá förðunarfræðingar um að farða þátttakendur á þann hátt að þeir virðast hafa annan húðlit, séu af öðrum kynþætti eða kyni. Svo geta þátttakendur gengið um meðal almennings og athugað hvort að viðhorf til þeirra og viðbrögð fólks séu öðruvísi en vanalega.
[…]
Gagnrýnendur segja aftur á móti að förðunin minni á svokallaða „blackface“ málningu, en slík andlitsmálning var notað á árum áður til að sýna svertingja í leikhúsum og öðrum skemmtunum, oftast á hátt sem byggði á niðurlægjandi staðalímyndum og fordómum.