Þetta er frjór texti, uppfullur af skapandi hugleiðingum, djúpum pælingum sem þó eru framsettar á léttan og lipran hátt. Ástarsaga fyrir hugsandi fólk væri einn af þeim frösum sem hægt hefði verið að nota hér sem fyrirsögn – og þó ekki, það væri í hrokafullum anda sem ekki passar við karakter bókarinnar. En ef þú ert Leonard Cohen aðdáandi muntu elska þessa bók og ef þú ert í leit að ástinni muntu kynnast hér góðum og viðkunnanlegum þjáningarbróður í aðalsöguhetjunni.
Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar um Síðasta elskhugann eftir Val Gunnarsson via Blogg – DV.