Á sama tíma og hótel-, bar- og veitingahúsarekendur telja aurana sem hátíðin færði þeim fréttist ekki bofs af stöðunni í verkfalli tónlistarkennara. „Ha? Eru þeir ekki bara í verkfalli, er nokkuð nýtt að gerast í því?“ segir fólk steinhissa þegar spurt er um stöðuna á verkfallsmálum. Það virðist varla nokkur maður, nema tónlistarkennarar sjálfir og nemendur þeirra, hafa nokkurn áhuga á því að það verkfall leysist. Eins og það sé alfarið einkamál þeirra sem það snertir beint. Ekkert sem skipti máli í stóra gróðasamhenginu.