Leikræn tjáning nýtist á margan hátt og allsstaðar þar sem fólk kemur saman hvort heldur í skólastarfinu, leiklistarnámskeiðum áhugaleikfélaga eða jafnvel bara á ættarmótinu. Leikræn tjáning er í raun æfingabanki sem inniheldur fjölbreyttar æfingar í leikrænni tjáningu. Má þar nefna leiki, upphitunaræfingar, spuna, persónusköpun, látbragðsleik, leikhússlagsmál, trúðaleik og boltakast. Fjölmargar myndir er tengjast æfingunum prýða bókina.
Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, leikari og stofnandi Act alone einleikjahátíðarinnar og Kómedíuleikhússins. Elfar Logi hefur kennt leiklist um land allt síðustu tvo áratugi. Leikræn tjáning verður sannarlega kærkomin mörgum því mjög lítið er til af kennsluefni um leikræna tjáningu á Íslandi.