Á meðal leiðbeinenda eru Rúnar Guðbrandsson, Tyrfingur Tyrfingsson, Víkingur Kristjánsson, Lilja Sigurðardóttir, Hlín Agnarsdóttir, Árni Kristjánsson og fleiri.
4 helgar, hver með sinni áherslu en allar tengdar fyrir þann hóp sem sækir þær allar.
Fyrsta helgin: Að opna á sér hausinn: Tyrfingur Tyrfingsson og Rúnar Guðbrandsson
Önnur helgin: Að opna í sér hjartað: Hlínar Agnars leiðir ásamt þremur ungum og upprennandi kvenhöfundum. Nánar kynnt síðar.
Þriðja helgin: Að opna á sér munninn: Víkingur Kristjánsson ásamt Árna Kristjánss.
Fjórða helgin: Lokahelgi LABloka-helgi: Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir
Helgarnar 26-28. september og 4-6. / 11-13. /18-20. október verður haldin fjögurra helga höfundasmiðja í Samkomuhúsi Flateyrar. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og verður kynnt öllum áhugaleikfélögum á Vestfjörðum en er opið öllum.
Val stendur um að sækja allar fjórar helgarnar eða stakar helgar eftir atvikum. Skráning fer fram í netfanginu okkareigin@gmail.com eða í gegnum samskiptasíðu smiðjanna https://www.facebook.com/pages/Okkar-eigin/803105856407380
Verð fyrir allar fjórar helgarnar, sé greitt fyrir 28.september er 50.000 kr. en hver stök helgi kostar 20.000 kr. Mögulegt er að endurgreiðslur frá stéttafélagi viðkomandi komi á móti námskeiðsgjöldum og eru áhugasamir hvattir til að skoða þann möguleika.
Leikskáld, leikstjóri og leiðbeinendur í skapandi skrifum vinna með þátttakendum að frumvinnslu og þróun hugmynda með aðferðum leikhúsvinnu, spuna og æfingum auk þess sem leiðir til að vinna leikverk úr sögu og samtíma eru skoðaðar.
Rúnar Guðbrandsson leiðir hugmyndafræði smiðjunnar en hver helgi er sjálfstæð eining með áherslur leiðbeinenda/leikskálds í forgrunni. Ferli smiðjanna verður að einhverju leiti safnað til heimildagerðar fyrir útvarpsleikrit/fléttuþátt um smiðjurnar.
Umsjónaraðili Okkar eigin: Arnaldur Máni Finnsson s. 8228318 / godsnail@gmail.com – Hvilft 425 Flateyri.
FYRIRKOMULAG OG DAGSETNINGAR:
Föstudagur: Fundur með þátttakendum.
Laugardagur: Flateyri kl. 11.00 – 17.30 Höfundasmiðja
Matarhlé kl. 12.45
Leikbreik kl. 15.00-16.30
Kvöldverður kl. 19.00
Sunnudagur: Flateyri kl. 13.00-16.00 Höfundasmiðja með áherslu á að skoða texta dagsins á undan á sviði eða í upptöku. Leiklistarnámskeið fyrir leikara samfara, framsögn og spuni.
26.-28.september.
Opnunarhelgin/ HAUSINN. Rúnar Guðbrandsson leikstjóri og Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld leiða helgina. Gestafyrirlestur: Árni Kristjánsson kynnir höfundasmiðju sína fyrir lengra komna og þau vandamál sem fólk með fullbúin leikrit getur lent í.
4-6. október. HJARTAÐ Hlín Agnarsdóttir (Soffía Bjarnadóttir, Kristín Eiríksdóttir ofl. óstaðfest)
11.-13. október. MUNNURINN
Leikarinn, leikskáldið og leikstjórinn Víkingur Kristjánsson leiðir helgina ásamt Árna Kristjánssyni.
18-20. október. LAB-lokahelgin: Rúnar Guðbrandsson leikstjóri og Lilja Sigurðardóttir leikskáld;
LÝSING:
Skapandi stefnumót fyrir byrjendur og lengra komna, ertu með leikrit í skúffunni eða er vandamálið að byrja koma hugmyndunum á blað? Hvað þarf til að geta sett ólíkar hugsmíðar á svið? Unnið með texta og hugmyndir til að skoða persónusköpun, smíða senur, halda þræði í uppistandi. Kraftmikil skapandi vinna fyrir leikara og skáld unnin undir leiðsögn þaulvans leikhússfólks á metnaðarfullum helgarnámskeiðum á Flateyri.
AUKAEFNI VARÐANDI LEIÐBEINENDUR:
Leiðbeinendur:
Rúnar Guðbrandsson fv.prófessor í LHÍ er þekktur leikstjóri og höfundur sem hefur margoft starfað á Vestfjörðum sem og með ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Hann hefur sett upp fjölda sýninga og leitt höfundasmiðjur á vegum Þjóðleikhússins og Rithöfundasambandsins. Í dag kennir hann leiklist í Kvikmyndaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands auk þess að setja upp leikverk á vegum Lab Loka og fleiri. Hann er þungamiðjan í starfsemi Lab Loka og setti upp rómaða sýningu á verki Lilju Sigurðardóttur sem hlaut Grímuverðlaunin á síðasta ári fyrir besta leikrit ársins. Lab Loki hefur starfað síðan 1992 og er skapandi tilraunaleikhús sem gengur m.a. út frá þeirri hugmynd að leikarinn sé þungamiðja leiklistarinnar, uppsprettan og frumkrafturinn í þeirri orkustöð sem við köllum leikhús. Hópurinn lagði upphaflega mikla áherslu á sköpunarkraft og tækni leikarans í vinnu sinni. Rúnar leiðir fyrstu og síðustu helgi námskeiðsins með tveimur af áhugaverðustu leikskáldum landsins.
Hlín Agnarsdóttir er fastráðinn kennari við Sviðshöfundabraut Listháskólans, leikskáld og leikstjóri, sem hefur einnig kennt leikritun og kvikmyndahandritagerð frá 2007 við Ritlistardeild Háskóla Íslands, Kvikmyndaskóla Íslands og víðar. Leikstjórnarferill hennar spannar fjölda verka hjá stærstu leikhúsum landsins, sem og þeim minnstu. Hún gegnir og hefur gegnt ýmsum trúnaðarhlutverkum fyrir Rithöfundasambandið, félag leikskálda og handritshöfunda sem og verið fastur liðstjóri í útvarpsþættinum Orð skulu standa. Hlín mun leiða aðra helgi námskeiðsins með sérstaka áherslu á kraftmikla sköpun kvenna og skoða kvenpersónusköpun. Með Hlín verður valinkunnur hópur listakvenna með innlegg frá mismunandi sjónarhornum.
Víkingur Kristjánsson er leikari, leikstjóri og leikskáld sem lifir og starfar á Suðureyri og er einn af stofnendum Vesturports. Hann leikstýrði Leikfélagi Flateyrar og Litla leikklúbbnum á Ísafirði á síðasta vetri en vinnur nú að gerð einleiks um Ara í Ögri með stuðningi Menningarráðs Vestfjarða. Víkingur leiðir þriðju helgi námskeiðsins ásamt Árna Kristjánssyni, handritaleiðbeinanda, leikstjóra og dramatúrg.
Lilja Sigurðardóttir er leikskáld og rithöfundur sem hlaut Grímuverðlaunin á síðasta sumri fyrir leikrit ársins, frumraun sína, Stóru börnin í sviðsetningu Lab Loka.
Tyrfingur Tyrfingsson er leikskáld og leikstjóri sem hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín og hlaut Grímuverðlaunin 2014 Sproti ársins fyrir leikverkið Bláskjá
í sviðsetningu Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins.
Soffía Bjarnadóttir er skáld og bókmenntafræðingur sem nýverið gaf út skáldsöguna Segulskekkju.
Tapio Koivukari er finnsk-ísfirskur rithöfundur sem bæði skrifar á íslensku og finnsku, þekktur fyrir skáldsögur sínar á Íslandi en leikrit sín í Finnlandi.
Úr skáldsögunum hefur hann ásamt Sakari Kirjavainen unnið leikgerðir fyrir finnskt leikhús sem og verk fyrir útvarp.
Árni Kristjánsson skrifaði Söng hrafnanna sem vann til Grímuverðlaunanna fyrir besta útvarpsverk síðast liðið sumar og leikstýrði Nashyrningunum hjá Stúdentaleikhúsinu. Hann hefur leikstýrt og verið dramatúrg fyrir ný íslensk leikverk og spunaverk hjá sjálfstæðum leikhópum síðan 2008. Einnig starfaði Árni á Rás 1 þar sem hann vann að leiklistarþáttunum Skapalón ásamt Magnúsi Erni Sigurðssyni.