Vormánuðir síðastliðnir voru óvenjufrjóir í íslenskri bókaútgáfu. Þá komu m.a. út nóvellan Mörður eftir Bjarna Harðarson, skáldsagan Gosbrunnurinn eftir Guðmund Brynjólfsson og ágætar ljóðabækur á borð við Ástríði (eða Ástríður) eftir Bjarka Bjarnason, sem byggir á dagbókum Gísla Brynjúlfssonar frá fyrstu Hafnarárum hans, og Þýdd ljóð og smásögur eftir Tryggva V. Líndal, sem hefur m.a. að geyma fjölmargar ljóðaþýðingar úr verkum forn-grískra skálda. Sem og annar árgangur af ritröðinni 1005, sem fjallað mun um hér að neðan. Þótt lítið hafi verið fjallað um þessi verk af bókaskríbentum get ég fullyrt að um auðugan garð er að gresja.
Helgi Ingólfsson skrifar um 1005 via Ef Baudelaire hefði verið í Stuðmönnum … – helgi-ingolfsson.blog.is.