„NAFA kvikmyndahátíðin verður haldin á Ísafirði dagana 4. – 6. júní. NAFA stendur fyrir Nordic Anthropological Film Association, sem útleggst á íslensku sem Norrænu mannfræði-kvikmynda samtökin. NAFA eru óháð og „non-profit“ og hafa síðan árið 1979 haldið árlega kvikmyndahátíð á mismunandi stöðum á Norðurlöndunum og einstaka sinnum utan þeirra. Kvikmyndirnar sem sýndar verða á NAFA hátíðinni verða 23 talsins, stuttar og langar frá öllum heimshornum. Þær eru valdar af sérstakri valnefnd sem fór í gegnum þær 300 kvikmyndir sem sendar eru inn af mannfræðingum og kvikmyndagerðamönnum um heim allan.“
via BB.is – Frétt.