„Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs.
via Vísir – Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi.