Það verða mikil leiðindi
þegar hann deyr loksins
útlendingastrákurinn sem svelti sig í hel.
Fólk mun leggja blóm við leiði hans,
skrifa nafnið sitt á lista um að reisa af honum styttu.
Já, það verður mikil sorg,
þegar hann deyr loksins
útlendingastrákurinn sem svelti sig í hel.
Innanríkisráðherra mun halda ræðu í beinni útsendingu,
þar sem hún mun minnast hans
og tala um gildi þess að mótmæla
svo framarlega sem það fari ekki út í fíflagang.
– En hún megi hinsvegar ekki tjá sig um einstök mál.
Kannski deyr hann í dag?
Já, það væri lang ljóðrænast ef hann dræpist í dag.
þá gætu menn jafnvel
haldið einhvern veginn upp á það.
Sérstaklega.
Honum til heiðurs.
á 1. maí
ár hvert.
Inn í árvissa hátíðardagskrá á Ingólfstorgi
yrði bætt atriði þar sem svöngum útlendingi yrði sleppt úr búri fyrir framan hlaðborð veitinga.
Einhversstaðar inn í djöflatertunni eða kalkúnsfyllingunni yrði svo falið vegabréf.
Ár hvert myndi það ylja mannfjöldanum um hjartarætur þegar
negrahali ársins finndi loksins vegabréfið sitt.
Vinstrimenn yrði svo með sérathöfn á einhverju öðru torgi.
Þar sem þeir myndu keppast við að svelta sig hver í kapp við annan.
Uppfullir af samviskubiti og þjáningu.
Þannig gætu allir hreinsað syndir sínar,
til þess að minnast ábyrgðar okkar
til minningar um dauða
pólitíska flóttamannsins.
Gleðilegan sautjánda júní