Mynd: storf.is

Til leiðsögumanna

– á erfiðum tímum

Leiðsögumenn allra landa
sameinist!
og leiðið okkur

leiðið okkur
um leynda staði
nýjar slóðir

meðan við neyðumst
til að dvelja hér
hvert með öðru

ég veit að þið eigið plástur í vösum
til að setja á bágtið þegar við hrösum
og áttavita og vegahandbók
sögur og snýtubréf og spritt

ég veit að þið vitið hvar við getum
farið á klósettið
drukkið borðað
horft á sólina mjakast upp yfir fjallið

leiðsögumenn
ó leiðið okkur
inn í nýjan dag