það er upplagt
að leggja þetta upp
sagði maðurinn
og hallaði undir flatt.
Konan leit á hann
vantrúuð
ég veit það ekki, mér finnst þetta
ekki upplagt
sagði hún og lagðist upp
maðurinn leit á hana snúðugur
hann lagði upp hárið
ég skil ekki þessa mótstöðu
mótstaða, vinur minn, sagði konan letilega
og stakk litla fingri blíðlega inn í eyra hans
mótstaða er upplögð
vertu nú einu sinni upplagður
hún lagðist oná hann og setti hönd fyrir munn hans
ekki tala meira sagði hún blíðlega