Titill: „algerlega óaðgengilegar“


Fyrir tónleika sína í Laugardalshöll 13. ágúst 2015
fóru meðlimir hljómsveitarinnar Kings of Leon fram á
kókosvatn
heimalagað íste (ekki of sætt)
túnfisksalat
kokk sem eldar á staðnum
átta tegundir af hvítvíni
níu tegundir af rauðvíni
súkkulaðihúðuð goji-ber
ferskan hummus
fimm búningsherbergi
fimm sófasett
í stíl
og
Diet DR. Pepper, bæði með og án koffeins

eitt vinsælasta lag hljómsveitarinnar Kings of Leon
heitir Sex on Fire

lagið fjallar um kynlíf
og eld

þess vegna er ekki út úr myndinni
að tveir af tónleikagestunum 10 þúsund
hafi fundið hlýju hvor annars

það er alls ekki út úr myndinni
að níu mánuðum seinna
hafi fæðst barn

og það er meira en líklegt
að það fyrsta sem mætti því barni
í heimi þar sem hægt er að fá Diet DR. Pepper
bæði með og án koffeins
hafi verið kona
með algerlega óaðgengilegar kröfur

 

Heimildir:
„Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir kröfur ljósmæðra vera „algerlega óaðgengilegar“.“
Kings of Leon vilja koffeinlaust Diet Dr. Pepper og súkkulaðihúðuð goji-ber