Herbergið sem ég gekk inn í var draumur um þetta herbergi.
Án efa voru allir þessir fætur á sófanum mínir.
Sporöskjulaga portrettið
af hundi var æskumynd af mér.
Sumt glitrar, sumt er þaggað niður
Við höfðum makkarónur í hádeginu alla daga
nema sunnudaga, þegar lítil kornhæna var framreidd
handa okkur. Hversvegna segi ég þér frá þessu?
Þú ert ekki einu sinni hér.
Bandaríska ljóðskáldið John Ashbery fæddist árið 1927 og lést á sunnudag, níræður. Hann gaf út ríflega 20 bækur á ferlinum og vann svo til öll verðlaun sem honum stóðu til boða, þar á meðal Pulitzerverðlaunin fyrir Self-Portrait in a Convex Mirror. Hann lengi lifi.