Pælingin á bak við live ambient tónlist er frábær, það minnir mig á Portishead, Air og sumt Radiohead stuff og fleira skemmtilegt svo ég bar miklar væntingar til þessarar plötu. Pan Thorarensen þekki ég bara af góðu grúvi og slíkt býður hann líka upp á hér. Ambátt fær kudos frá mér fyrir vinyl framleiðsluna, love it.
Platan byrjar á titillagi plötunnar Flugufen, nice groove en lítið að gerast, varla að mér finnist lagið nógu sterkt til þess að opna plötuna og þar af leiðandi dregur það athygli mína að hljóðvinnslunni. Hugmyndin er frábær, live ambient verkefni, en það er mjög mikið atriði að hljóðvinnsla hvers hljóðfæris sé feit og djúsí, það finnst mér vanta og hér hefði mátt gefa titillaginu Flugufen feitara sound sem opener. Þrátt fyrir það hljómar trompetinn afar vel.
Kóðá er annað lagið, það er mun meira spennandi, djúpur bassinn (betur soundandi en í fyrra laginu) leggur grúvíð og rödd í fjarska gerir lagið spennandi, gítar soundið hér er mjög flott sem og trommusoundið. Hérna fer platan fyrst af stað. Mjög flott.
Svefney. Trommurnar opna á frábæru soundi og ambient soundin hellast yfir. Nú poppar maður einn kaldan og hallar sér aftur, þetta er nice.
Augnlækur, er lag sem virðist aldrei fara alveg af stað, bassinn heldur manni niðri þannig að maður fær varla færi á að fljúga með hljóðskúlptúrunum sem ofan á bassann eru byggðir, það er miður. Spennandi lokalag á hlið A en vantaði herslumuninn til að komast á flug.
Katrína Mogensen úr Mammút semur og syngur með Ambátt í laginu Brenningur í fyrsta laginu á hlið B, það er hrikalega sterkt piece, frábært sound á bassanum, og frábært sound á trommunum sem og röddinni. Videoið við þetta lag er einnig að finna á youtube og er hrikalega töff. Hér er ómstríðum hljómum og soundum hellt yfir eins röddina eins og sjóðandi súpu, myndar hrikalegan brennandi kontrast sem mér finnst frábær, síðan dettur lagið niður og skilar manni heim. Hér flaug ég hátt. Frábært lag.
Undirtún, hér mynda trommur, bassi og trompetinn flottan sound heim, þvi miður finnst mér eins og gítarsoundið hefði getað verið unnið frekar. En lagið grúvar og trompetinn setur feyki fallegan blæ á lagið. Mjög dreymandi og flott.
Lognheimar er síðasta lag plötunnar, það er dark og þungt alger andstæða við Undirtún. snarkið í vinylnum passar vel við drungalegan soundheim Lognheima sem leiðir út plötuna, gott lokalag.
All together finnst mér platan góð, svolítið misjöfn, nokkur afar sterk tröck en önnur síðri. Hugmyndin er frábær og ætti að getað virkað aðeins betur en á Flugufen, að mínu mati hefði mátt vinna hljóðið betur og einstaka performance atriði hefði mátt bæta. En þetta er bara fyrsta og ég sannarlega vona ekki síðasta plata Ambáttar, ég hlakka til að sjá Ambátt live og bíð spenntur eftir næstu plötu en þangað til læt ég þessa snúast.