Hann sagði einnig fríformið sem hann notar vera frelsandi bragarhátt og að hann brúki rím einungis þegar honum hugnast og aldrei út heilt ljóð. Hassan hafði lag á að snúa léttilega út úr spurningunum sem honum bárust, enda orðinn þreyttur á misgáfulegum túlkunum almennings á skáldskapi sínum. Viðbrögð hans vöktu þó gjarnan mikla kátínu áhorfenda sem voru auðheyranlega ekki mótfallnir óvæntum svörum. Þegar hann var inntur eftir hvert markmiðið verksins væri sagði hann að það væri einfaldlega að skrifa ljóð – sem hann vonaði þó að veittu lesendum góða lestrarreynslu. Hann sagði sköpunarferlið og lestrarferlið bæði gefandi iðjur.
via Yahya Hassan: „Haldið kjafti, svona upplifi ég þetta“ | Sirkústjaldið.