Á meðan þetta unga fólk er önnum kafið við að skapa sér vettvang á eigin forsendum og sinna hugðarefnum sínum bölsótast eldri kynslóðir út í allt sem nöfnum tjáir að nefna en þó aðallega alla þá sem ekki eru sammála þeim í einu og öllu. Hin goðsagnakennda ’68 kynslóð sem hingað til hefur verið litið á sem tákn uppreisnar gegn ríkjandi hugmyndum og ráðandi öflum er að sanna sig sem tuðandi íhaldskynslóð sem engu vill breyta. Hún dómínerar alla umræðu um list og menningu, og raunar nánast öll svið samfélagsins, með hroka besserwissersins sem alltaf hefur rétt fyrir sér og er smátt og smátt að verða dragbítur á nýsköpun og ferskar nálganir.