Á námskeiðinu er sérstaklega farið í hugmyndamat á “góðri hugmynd”, líkt og með raunhæfnismat í viðskiptum og grenndarkynningu í náttúruvernd. Að meta hugmynd vandlega leggur grunninn að góðum árangri. Þá er farið yfir muninn á að skrifa um eigin reynslu, um hugmyndir annarra eða um starfsemi sína og áhugamál, og loks undirstöðuatriði skrifa fyrir alla miðla og tæknilegan frágang á myndmiðlahandriti. Nálguninni er ætlað að skila hagnýtum lausnum fyrir alla sem vilja skrifa fyrir myndmiðla. Notast er við vídeóblogg, heimildarmyndir og leikið efni í fyrirlestri og umræðum.
via Skapandi skrif – fyrir kvikmyndir, sjónvarp og myndmiðla á netinu | Símenntun Háskólans á Akureyri.