Sindri Freysson í formann RSÍ

Rithöfundurinn Sindri Freysson hefur tilkynnt framboð til formanns Rithöfundasambands Íslands, fyrstur manna, en kosið verður þann 8. maí. Sindri, sem er fæddur 1970, hefur gefið út fjölda bóka fyrir börn og fullorðna – fyrst Fljótið sofandi konur árið 1992 en síðast Í klóm dalalæðunnar. Þá hefur hann starfað sem blaðamaður. Sindri tilkynnti þetta á Facebook rétt í þessu.