Kvikmyndin En duva satt på en gren och funderade på tillvaron, eða Dúfa sat á grein og íhugaði tilveruna, eftir sænska leikstjórann Roy Anderson hlaut Gulljónið sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum. Hann er fyrsti Svíinn sem hlýtur þessu virtu verðlaun.
Kvikmyndin sem er sú þriðja í þríleik Andersons, sem inniheldur kvikmyndina Söngvar frá annarri hæð (Sånger från andra våningen), sem kom út árið 2000, og Þið lifendur (Du levande), frá árinu 2007, en þær fjalla um mannlega tilveru og grámyglulegt skandinavískt samfélag á meinfyndinn hátt.