Listasafn Íslands opnar undirdeild með videolistaverkum

Listasafn Íslands opnaði á 130 ára afmæli sínu þann 16.október nýja undirdeild, Vasulka-Stofu, og mun hún hýsa gagnasafn vídeólistamannanna, Steinu og Woody Vasulka. Vasulka-Stofa verður jafnframt miðstöð rafmiðlalista á Íslandi.

Með opnun stofunnar beinir Listasafn Íslands athygli að varðveislu vídeólistar sem hefur hingað til skort á. Sem höfuðsafn á sviði myndlistar gegnir Listasafn Íslands lykilhlutverki í varðveislu íslenskrar myndlistar og á það ekki síður við um vídeóverk og margmiðlunarlist en þá list sem unnin er með eldri tækni. Deildarstjóri Vasulka-Stofu er Kristín Scheving.

via miðjan.is – Listasafn Íslands opnar undirdeild með videolistaverkum.