Myndlistarsýningin Koddahjal opnar miðvikudaginn 3. september og stendur yfir í tvo daga í nemendagalleríinu Kaffistofunni að Hverfisgötu 42. Koddahjal er einkasýning Rakelar Mjallar Leifsdóttur og er samansafn af videóverkum sem unnu voru í Algeru studíói, sem rekið er af ungu listafólki í Reykjavík, vorið 2014. Í þeim verkum tekur listakonan á móti ýmsum kunnuglegum andlitum í uppábúnu rúmi. Meðal gesta í rúminu er leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir, tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, listakonan Sunneva Ása Weisshepel og fyrirsæturnar Matthildur Mattíasdóttir og Kolfinna Kristófersdóttir. Viðmælendur Rakelar leggjast undir hvíta sæng og ræða um tilveruna, einmannaleika og barnæsku tengda minningum úr rúmi.
Rakel Mjöll stundar myndlistarnám við listaháskólann í Brighton og er á sínu lokaári þar. Áherslan í náminu hennar liggur í gjörningarlist, videólist og tónsmíðum. Á þessari sýningu kannar hún mannleg samskipti í samræðum og hugar jafnframt að rýminu. Hefur rýmið áhrif á framgöngu samtalsins? Eru mörg stig trausts í samtali og er hægt að móta flæði þeirra? Í verkunum er skiptist á að viðmælendur viti og viti ekki af tilvist upptökurnar og má því líkja sumum atriðum við óhefðbundinn farsa, því útkoma úr samtali líkt og öldustraumur sem óvíst er í hvaða átt mun flæða.
Einnig er í sýningarrýminu uppábúið tvíbreitt rúm líkt og í verkunum. Þar eru gestir sýningar hvattir til að skríða upp í og eiga sínar eigin samræður á milli kodda.
Opnun sýningarinnar er á miðvikudaginn 3. september kl. 17. Mun sýningin einnig vera sýnd á fimmtudaginn milli kl 12-19.