Marxistinn og byltingarsinninn Rósa Luxemburg fer yfir stöðu verkalýðsins og mikilvægi 1.maí árið 1913. Í greininni ræðir hún blekkinguna sem þá var ríkjandi um að heimshagkerfið hafi á árunum á undan fundið jafnvægi sem kæmi í veg fyrir kreppur, stríð og byltingar. Heimsvaldastefnan og kapítalisminn sem þá var ríkjandi leiddi nauðsynlega til stríða vegna innbyrðis mótsagnar þeirra samkvæmt henni. Enn fremur er þetta tvennt ekki aðskilin fyrirbæri, heimsvaldastefnan leiðir nauðsynlega af kapítalismanum. Luxemborg varar við þessari þróun og hún reyndist sannspá þegar Fyrri heimsstyrjöldin skall á árið á eftir. En hún bendir á mikilvægi 1.maí, dags þar sem verkalýðurinn, sem vanalega er innilokaður og tvístraður, getur komið saman og sýnt samstöðu. Einnig heldur hún því fram að merki um heimsbyltingu verkalýðsins sjáist í útbreiðslu verkfallsins og fjöldamótmæla og að aðeins hann geti komið í veg fyrir hörmungar og náð fram varanlegum friði.