Á morgun, laugardag, klukkan 13.00 verður leikritið Hamlet litli flutt með bæði sjónlýsingum og táknmálstúlkun.Hægt verður að fá heyrnartól fyrir sjónlýsingarnar en einnig verða þrír táknmálstúlkar sem skuggatúlka hverja og eina persónu verksins. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Listar án landamæra með styrk frá Blindrafélaginu og Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra barna.
Sýningin er fyrir alla. Miðaverð er aðeins 2.900 krónur og er sýningin um klukkutíma löng. Hægt er að kaupa miða á www.midi.is á www.borgarleikhus.is og í síma 568 8000 eða með því að senda póst á midasala@borgarleikhus.is