„And on the Thousandth Night …“eftir Forced Entertainment

LIVE eða hugleiðing um sögur og Twitter færslur alnetsins í bland

Einu sinni fyrir langa löngu sátu sjö meðlimir Forced Entertainment á stólum í rauðum skikkjum með risastórar pappakórónur á sviði. Þau sátu í sex klukkustundir og sögðu sögur. Stopp.

Fearful moments in the dark/a phone rings seven times #1000thLIVE

Einu sinni fyrir langa löngu var verið að segja sögur sem voru flestar um kónga og drottningar, svona alvöru ævintýri. Það fyrsta var ævintýrið sem við þekkjum í dag sem Lé konung en var upprunalega þjóðsaga og flokkast sem „ástarprófs“ saga. Sú þekktasta segir frá konungi sem fær það svar þegar hann spyr yngstu dóttur sína hversu mikið hún elski hann að hún elski hann eins og salt elskar kjöt. Stopp.

100 pounds of phone credit for a medium with half a signal bar #1000thLIVE

Einu sinni fyrir langa löngu var hópur sem hafði gaman að því að setja upp sýningar sem reyndu á eigin þolrif og þolinmæði áhorfenda. Það sem þau komust að var að fólk hafði ótrúlega mikla þolinmæði ef það sem fram fór á sviðinu fylgdi reglum sem það skyldi. Stopp.

A terror of grief/ teenagers waiting at the bus stop #1000thLIVE

Einu sinni fyrir langa löngu var áhorfandi að horfa á sýningu eftir Forced Entertainment. Hún hafði aldrei haft sérstaklega gaman að verkum hópsins en kunni að meta þær tilraunir sem þau höfðu stundað og þau áhrif sem þær tilraunir höfðu á leiklistarsenuna, innan og utan Bretlandseyja, þaðan sem þau voru. Hún fór meira að segja í sama háskóla og forsprakki hópsins og las eftir hann margar bækur um listræna samvinnu og það að segja sögur. Henni fannst hann hafa ótrúlegt lag á að nota tungumálið en sýningarnar hans og hópsins voru upp og ofan. Stopp.

A rainbow with no blue #1000thLIVE

forced2

Einu sinni var fyrir langa löngu maður að nafni Tim Etchells. Hann hafði endalaust ímyndunarafl, eða var það kannski samstarfsfólk hans? Sögurnar sem þau sögðu voru byggðar á efni frá öðrum, hefðbundnum þjóðsögum í bland við skáldsögur og sjónvarpsþætti og myndasögur og ljóð en af og til var eins og þær væru byggðar á persónulegri reynslu. En af því að þær voru sagðar innan rammans „einu sinni var“ var engin hætta á að þær virkuðu sjálfumglaðar. Stopp.

“There once was a prostitute who worked in a sweet shop. STOP.” #1000ThLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu fullt fullt af sögum, fullum af myrkri og húmor og stundum óþægilega klúrum, þannig að kinnar sögumannsins urðu bleikar og hláturinn lúrði á bakvið hvert orð. Stopp.

‘You just need to go to the orgasm shop’ #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu sýning sem var bara samansafn af sögum, sögðum af fólki undir þeim formerkjum að þær mætti og ætti að stoppa, en aðeins ef þú hefðir aðra sögu að segja og þú máttir segja stopp sama hversu spennandi eða skemmtileg saga annarra var en þú varst að drífa þig áður en … Stopp.

Ice hearts/ice cream #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu fullt af fólki á Twitter að tala um sögur. Til urðu sögur af sögum sem sagðar voru aftur og aftur og auðvelt var að smella á retweet því þær pössuðu svo vel í 140 orða bilið. Stopp.

The black widow, women who collected dildos no, penises. #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu kona sem sagði á Twitter að það jaðraði við grimmd að stoppa sögur í miðju kafi. Svo rann stafafjöldinn út. Stopp.

Presents from the furthest part of the earth… #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu kona sem sat við eldhúsborðið á leið í partý en gat ekki slitið sig frá flaumi af ókláruðum sögum og tíminn leið alveg ótrúlega hratt þó að ekkert gerðist á skjánum fyrir framan hana þannig. Stopp.

“Once upon a time there was a woman who could copy the movements and gestures of other people very very well” @ForcedEnts #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu óþægileg meðvitund um stofnanavæðingu leikhóps sem ætlaði sér að brjóta upp formið. Stopp.

“Once upon a time there was an enchanted car park …” @ForcedEnts #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu hópur fólks sem hafði unun af því að vinna með brúnan pappa. Stopp.

Surprise entrance of Schrodinger’s Cat #1000thLIVE

forced3Einu sinni var fyrir langa löngu maður sem skrifaði leikrit í London 1600 og eitthvað og kallaði sig Shakespeare. Verk hans voru sýnd og leikin af hópi manna sem stóð á hringsviði. Þeir léku mismunandi verk á hverjum degi og höfðu hátt í hundrað ólík verk í kollinum hverju sinni. Nútíma leikarar eiga erfitt með að ímynda sér hvernig það sé að leika hundrað mismunandi rullur á hundrað dögum, hvernig sé hægt að muna allan þennan texta. Þeir gleyma því að þeir eru með þúsundir af sögum í kollinum og það birtast þeim allavega hundrað fleiri á dag í formi tónlistar, auglýsinga, sjónvarpsefnis og samtala. Stopp.

‘a man who looked like a dog’ ‘a man who fucked like a dog’ ‘a man who smoked like a dog’ #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu eitthvað svo ótrúlega einfalt og fallegt við það eitt að horfa á sjö manneskjur segja sögur í asnalegum kóngabúningum í sex tíma. Það kom áhorfandanum mikið á óvart hvað hún varð dáleidd af einfaldleikanum. Stopp

A kingdom of sharks & competent adults #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu kona sem hafði gaman að því að segja öðrum á netinu hvað henni fannst gaman að því að horfa á fólk á netinu anda og stynja og kippast til í sætum sínum. Hún var hrifin af óttanum sem fólkið sýndi við að vera stoppað í miðju kafi. Stopp.

“Mother, I love you so much that I have found a wife that looks just like you” – the mad old queen was happy with this answer #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu einhver sem hélt því fram að ekkert væri nýtt undir sólinni. En svo hélt fólk bara áfram að gera list, skítsama hversu mikið hún minnti á eitthvað annað, hversu stolin stefin væru og áhorfandanum kunnugleg. Stopp.

“Once upon a time there was a country that had fallen into a great big hole” #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu þjóð sem sagði sögur. Hún ritaði þær á skinn, sagði þær eftir minni yfir prjónum og hvíslaði þær í eyru barna sinni til að fá þau til að sofna. Stopp.

Three sons, precious objects, points on a compass… #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu barn sem gat ekki farið að sofa nema hún væri að hlusta á sögur á kassettu eða foreldrar hennar segðu henni allavega eina góða sögu fyrir svefninn. Hún hafði enga hugmynd um hversu oft hún myndi biðja þá sem hún elskaði um að segja sér sögur til að sefa hugann. Stopp.

A King gets fired #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu kona sem vildi segja sögur. Á sviði. En ekki eins og Forced Entertainment. Eða nákvæmlega svona. Allavega var það mikilvægt að halda áfram að segja sögur. Það var kannski það eina sem skipti máli. Stopp.

A quiet dog in a bedroom in a box #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu óhugsandi að sjá leiksýningar á litlum skjá á tölvunni sinni í einhverju allt öðru landi en þeir sem voru á sviðinu. En svo varð internetið til. Stopp.

“I might have to have a word with you about this kissing…” Watching @ForcedEnts #1000thLIVE

Einu sinni var fyrir langa löngu fullt fullt af sögum. Þær fylltu munna og tölvur og blöð og bækur og síma og eyru og augu og minningar og hug og hjörtu. Þær voru á netinu og þær voru á bókasöfnum og þær voru í vösum á buxum á fólki í strætó og þær voru sagðar og ósagðar, gamlar og nýjar og spennandi og fyrirsjáanlegar. Þær voru stuttar fyrir fólk með athyglisbrest og þær voru langar fyrir fólk sem kunni að meta þyngd bóka og þá tilfinningu að eitthvað hafi áunnist þegar síðustu síðurnar eru loksins lesnar mörgum mánuðum seinna. Það kunnu þær allir og það var samt á færi svo fárra að segja þær á nógu sannfærandi máta að maður hætti að hugsa um hvaða aðrar sögur væru þarna úti, á Facebook og Twitter og Vísi og Guardian. Sumar voru sannar en flestar voru lygi. Það var ekki hægt að komast hjá því að heyra sögur. Og stundum sagði fólk sögur sem skipti máli. Stopp.

‘I love you as salt loves ham.’ #1000thLIVE