Gallery Þoka
22.02.14 – 21.03.2014
Það er hérna planta sem hreyfist í hring, hvaða planta er þetta í þessum skúlptúr? Og af hverju eru að nota hana?
Þetta er veltirunni, algeng flökkuplanta. Ég hef gaman af því hvað hún stendur fyrir, hún veltist um og skilur eftir fræ sín út um allt. En líka þá er þessi hringrás, þessi bolti sem er á endlausri hreyfingu, hann er í raun tákn um gang tímans.
Síðan ertu að með filmur, þú notar oft filmur í verkunum þínum er það ekki?
Jú, ég nota oft 16mm filmur. Hér er filma sem hreyfist í tíma og rúmi, lúppu drifinn skúlptúr. Filmurnar eru prentaðar og endurprentaðar svo það er eins og það sé endalaust verið að gera sama hlutinn en því oftar sem þú gerir hann því meira verður hann f***ed up svo það er líka þessi óreiða sem verður eða bergmál filmunnar sem kemur í gegn. Ég kem ekki hingað og hreinsa filmuna eða neitt slíkt, ég leyfi bara öllu hér að gerast, leyfi því að fara sína leið.
Þetta er mjög mekanísk sýning hjá þér, hvað er það sem heillar þig við það?
Ég fíla vélar, vélar eru sexý.