Erðanúmúsik, rassvasaútgáfufyrirtæki Dr. Gunna, gefur nú um helgina út safndiskinn SNARL 4 – SKÆRT LÚÐAR HLJÓMA. Síðasta SNARL – SNARL 3 – kom út árið 1991.
Á SNARL 4 eru 25 lög með þeim hljómlistarmönnum og hjómsveitum sem hæst/lægst standa á Íslandi í dag. Þetta eru neðanjarðarlistamenn sem fá takmarkaða spilun í útvarp og eru ekki nógu mikil krútt til að spila í landkynningarmyndböndum eða á sendiráðsviðburðum erlendis. Þetta er öndergrándið í sinni fallegustu og sönnustu mynd. Jæja, það eru vissulega undantekningar því ofurmennin Mugison og Prinspóló eiga bæði lög á SNARL 4.
Þetta eru flytjendurnir á SNARL 4 í stafrófsröð:
Brött brekka
Börn
Death of a Scooba Fish
Dj. Flugvél og geimskip
Dr. Gunni
Elín Helena
Fræbbblarnir
Grísalappalísa & Megas
Harry Knuckles
Insol
Just Another Snake Cult
Knife Fights
Kvöl
Kælan mikla
Mafama
Mugison
Nolo
Panos From Komodo
Pink Street Boys
Prinspóló
Radrad
Sindri Eldon
Skerðing
Sushi Submarine
Vafasöm síðmótun
SNARL 4 kemur út á CD, sem er lúðalegasta og aðgengilegasta formatið í dag, rétt eins og kassettan var þegar síðustu þrjár SNARL útgáfur komu út. Til að heiðra söguna er SNARL 4 þó gefin út í sjö númeruðum eintökum Á KASSETTU, sem verða til sölu í LUCKY RECORDS. SNARL 4 er að auki til í SMEKKLEYSU, verzlunum 12 TÓNA og hjá útgefanda. Fast verð er á SNARL 4 – 2000 Krónur.