Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.
Pólska skáldkonan Wislawa Szymborska hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1996. Hér má sjá hana spjalla við kollegu sína Ewu Lipska um dularfullan hlut sem sú síðarnefnda færir henni og biður hana að giska hvað sé. Myndbandið er á pólsku en textað á ensku.