Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.
Þýska skáldkonan (og gyðingurinn) Nelly Sachs hlaut verðlaunin (ásamt hinum austurrísk-ísraelska Shmuel Yosef Agnon) árið 1966. Hún rétt náði að komast úr klóm nasista fyrir tilstuðlan vinkonu sinnar, Selmu Lagerlöf (sem hlaut verðlaunin 1909), og flúði þá til Svíþjóðar, þar sem hún eyddi því sem eftir var ævinnar. Ljóðið Landslag úr öskrum er flutt hér á þýsku, Landschaft aus Schreien, en hér má lesa ljóðið á ensku.