Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.
Frjálslyndi kommúnistinn José Saramago, frá Portúgal, hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1998 – og er flestum líklega að góðu kunnugur, sérílagi fyrir skáldsöguna Blindu. Hér má sjá hann ræða – af ítrustu alvöru – um hið innihaldslausa lýðræði og það hvernig hugtakið er notað til að halda fólki ánægðu. Hann talar á portúgölsku en það er hægt að kveikja á texta á nokkrum ólíkum tungumálum með því að smella á eitt táknanna hægra megin niðri á skjánum.