Margrét M. Norðdahl í Ganginum 2. október

Íslenski myndlistamaðurinn Margrét M. Norðdahl opnar sýningu sína ‘RÚTÍNUR ll / ROUTINES II Endurtekin munstur / Repeating mundane patterns’ í Gallerí Gangi næstkomandi fimmtudag á milli 17 og 19. Margrét verður sjálf viðstödd opnun og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir að venju.

Sýningin stendur fram í miðjan nóvember.

Opnunartímar eftir samkomulagi, fyrir utan opnunina sjálfa.

RÚTÍNUR ll / ROUTINES ll

Endurtekin munstur / Repeating mundane patterns

Á sýningunni er maður í flæðarmáli, maður sem brosir og teygir hendur að jörðu, þrjár konur sem sitja á stólum með hendur í kjöltu og bíða, þrír menn sem sitja á lágum vegg og snúa baki við fólki á gangstétt, kona sem spilar á harmonikku, maður sem sýnir skjótt viðbragð en gæti þó verið að flýja. Kona sem faðmar konu og hokin sitjandi kona sem reykir og flettir í síma. Hugmyndin um fólkið er spegluð og endurtekin aftur og aftur.

via Margrét M. Norðdahl í Ganginum 2. október.