Nokkur orð um Passíusálmana – Vísir

„Kristján fjallar í sömu bók ítarlega um hrynjandi og áherslur í Passíusálmunum. Það er athyglisvert að Hallgrímur lætur áherslu oft falla á orð sem bera litla merkingu, t.d. að hafa höfuðstaf á forsetningunni „í“ í þessum línum: „Út geng ég ætíð síðan / í trausti frelsarans“. Þetta er að öllum líkindum algjörlega meðvitað hjá skáldinu og veldur því að hljómfallið er aldrei vélrænt eða fyrirsegjanlegt heldur skapast við þetta sveigjanleg hrynjandi sem er í ætt við tónlist eins og Atli Ingólfsson hefur fjallað um á snjallan hátt í greininni „Að syngja á íslensku“ sem birtist í Skírni árið 1994.“

Margrét Eggertsdóttir skrifar um Passíusálmana via Vísir – Nokkur orð um Passíusálmana.

Eru skáldin virkilega „svokölluð“? « Eva Hauksdóttir

„Ég held nú reyndar að almenningur sé frekar jákvæður gagnvart hefðbundnum kveðskap og það séu einkum tveir mjög litlir hópar sem leggja lítið upp úr listrænu gildi bragformsins. Hugsanlega þrír hópar en ég held að sá þriðji sé ekki fordómafullur gagnvart forminu heldur bara bundinn af lögmálum markaðarins.

Mér virðast það einkum vera þeir, sem  hafa ekki þolinmæði til þess að læra þá undirstöðu sem þarf til að yrkja snoturlega, sem tala með fyrirlitningu um rím og stuðla. Hefðbundnir bragarhættir setja manni vitanlega ákveðnar skorður, rétt eins og tónlist lýtur ákveðnum reglum, en þeir sem líta á bragreglur sem vinnutæki, fremur en kúgandi kerfi, geta fundið öllu sem þeim liggur á hjarta hentugan bragarhátt.“

Eva Hauksdóttir skrifar um háttbundinn kveðskap: Eru skáldin virkilega „svokölluð“? « Eva Hauksdóttir.

„Hin svokölluðu skáld“ endurtaka gjörning „Listaskáldanna vondu“

Laugardaginn 12. apríl næstkomandi stendur hópur skálda fyrir ljóðadagskrá í stóra salnum í Háskólabíó – þeim sama og „Listaskáldin vondu“ fylltu hér um árið. Yfirskriftin í þetta skiptið er „Hin svokölluðu skáld“ – sem eiga það öll sameiginlegt að yrkja háttbundin nútímaljóð. Sú nýbreytni er einnig höfð á uppákomunni að rukkaður verður aðgangseyrir, sem er […]

Rifist um vísu (og sitthvað fleira) á Facebook

„Ef til vill er of tilgerðarlegt og menntamannslegt að kalla Facebook Snjáldru, en ég kann þó ekki betra nafn. Ég skrifa frekar sjaldan athugasemdir, en fróðlegt er að sjá viðbrögðin. Til dæmis skrifaði Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi hugleiðingu í gær, miðvikudaginn 26. mars: Skáldastyttur bæjarins í Kiljunni – skemmtilegt sjónvarp. Steinn orti raunar um Tómas […]