Þegar skynsemina dreymir

„Þegar skynsemin sefur fara óargadýrin á kreik,“ segir Francisco Goya í Kenjunum, textanum við ætingu númer 43. Myndin er flóknari en virðist við fyrstu sýn og hún kann að vera ósammála textanum, því kvikindin sem flögra upp af sofandi skynsemisverunni, Goya sjálfum, eru annars vegar leðurblökur – myrkrið, illskan – og hins vegar uglur. Eru […]

Æ! Vei! Vei!

– leyndardómurinn um Ai Weiwei og dularfullu vasana

Þann 3. apríl síðastliðinn opnaði yfirlitssýning á verkum kínverska andófsmannsins og listamannsins Ai Weiwei í Martin-Gropius-Bau í Berlín og stendur hún til 7. júlí næstkomandi. Í kynningartexta fyrir sýninguna, á heimasíðu Berliner Festspiele, segir meðal annars: „Þrátt fyrir alla þá ótrúlegu óvild sem honum hefur verið sýnd í heimalandi sínu ákvað Ai Weiwei að setja […]