Ægir Þór Jähnke

Brasilía

Koma þau fyrir, þetta fólk með búka úr stáli vængjaða olnbolga og augntóftir sem bíða þyrpinga skýja að veita sér svipbrigði, þetta ofur-fólk! – Og barn mitt nagli rekinn, rekinn inn. Hann hljóðar í feiti beinanna hnusar eftir fjarlægðum. Og ég, næstum útdauð, þrjár tennur hans skera sig á mínum þumli – og stjarnan, sú […]

Mamma hefur talað

Hún mamma hefur talað segir að nú sé komið nóg. Hún reyndi að segja það upphátt í mörg hundruð ár en enginn heyrði. Nú dreifir hún ósýnilegum skilaboðum út um allar jarðir. Dularfullt. Fólk fellur um sjálft sig kliðurinn hættir – þögnin tekur við. Meira að segja landsfeður falla um sig sjálfa reyna að mótmæla […]

Til leiðsögumanna

– á erfiðum tímum Leiðsögumenn allra landa sameinist! og leiðið okkur leiðið okkur um leynda staði nýjar slóðir meðan við neyðumst til að dvelja hér hvert með öðru ég veit að þið eigið plástur í vösum til að setja á bágtið þegar við hrösum og áttavita og vegahandbók sögur og snýtubréf og spritt ég veit […]

Brynja Hjálmsdóttir

[án titils]

Kona leggur ekkert inn í bankann Stendur ber eins og aumingi í afgreiðslunni segir: Mikið þætti mér nú gaman að fá einn pening Og gjaldkerinn segir: Það eru engir peningar til lengur Bara skuldir og þær máttu fá eins margar og þú mögulega getur riðið heim í hlað

Allir saman

HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL FRÁBÆR SKEMMTUN HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL VIRKILEGA FLOTT HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL KLÁRLEGA GAMAN HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HELDUR BETUR HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HVERNIG ER VEÐRIÐ HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL EN EKKI HVAÐ HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL ALLIR Í STUÐI HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HÆTTU NÚ ALVEG HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL MEIRA SVONA HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL MJÖG ÁHUGAVERT HUGRENNINGATENGSL HUGRENNINGATENGSL […]

Hermann Stefánsson

Blóðböð

Ef þú hyggst baða þig, Juanilla, segðu mér til hvaða baðhúsa þú ferð. Söngbók frá Uppsölum Þessi orðrómur gekk: frá komu Darvúliu baðaði greifynjan sig í mannablóði til að varðveita æskuþrótt sinn. Reyndar trúði Darvúlia á endurnýjunarkraft „mennskra líkamsvessa“, eins og góðri norn sæmir. Hún mærði ágæti blóðs úr stúlkum — helst hreinum meyjum — […]

fótmál

i aldin hjón frá shenzhen sem mitt íslenska málbein gerir að takk kærlega sje sje búa hér við longjinveg í vesturbæ gvangsáborgar við ósa perlufljóts zhujiang miklir göngugarpar í cintamani treyjum ganga tvisvar á dag um verslunargötuna inn að bejing lu þegar sól skín á þéttum plexígráum himni þegar logn bærir ekki dún þegar andar […]

Í minningu Yahya Hassan

Ljóðið er ort fyrir fimm árum, skömmu eftir að hann heimsótti Ísland. Elskhugar Ég hef alltaf verið fyrir óþekka stráka. Síðhærða reiða flotta gæja sem rífa kjaft. Eru með mótþróa. Ég hef fundið þá víða.  Ballettdansari frá Armeníu. Stökk frá borði á leið í sýningarferð. Drakk vodka á Borginni. Hann var svo fallegur maðurinn. Eins […]

Marko Niemi

Ljóð eftir Marko Niemi

Dagur rennur upp, múrinn brestur, skip svamla á himni, nú máttu fossa, breiða úr þér, blása kröftuglega, ó syngdu söng lofts, söng elds, svo úr þér flæði gleði, birta, ekkert beisli, ekkert en, syngdu hástöfum, já syngdu um von, von. Ég veit ekki hvar þú ert, þú rauða láglendi             […]

Ragnheiður Harpa

Undirheimar

Þeim mun stærri netum sem ég kasta frá borði því betur finn ég að undirmeðvitundin er gnægtarpollur hyldýpi af ljóseindum, myrkrakompum og gróðri sem tunglið eitt hefur togkrafta til að færa úr stað neðansjávardýrin eru ófreskjurnar sem umbreytast um leið og horft er á þær faðir minn kenndi mér að veiða í net móðir mín […]

Þóra

Framfarir

Konur verða ekki lengur gjafvaxta heldur hagvaxta þær fegra sig, mennta sig, sanna sig taka í gegn, taka pláss, taka völdin en halda þó samtímis í mýktina gefa af sér, gefa börnunum, gefa blóð gefa allt að kvöldi situr eftir örmagna, hagvaxta kona með nagandi samviskubit yfir að hafa ekki gert nóg Ljóð úr væntanlegri […]

Eiríkur Örn Norðdahl

Ananke: Pantun

Ég er María. Ég bý í Vantaa. Þú átt að hafa heilbrigðar skoðanir og stæltan líkama. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Leita að jafnaldra sem stundar íþróttir, ekki undir 175 cm. Hvaða staður sem er þar sem almenningur heldur sig þjónar tilganginum. Stykkið fer samtímis fram á tveimur plönum. Ég fer með þig […]

Ljóð og ekki ljóð á vefnum

Síðast þegar ég gaf út ljóðabók fannst mér hún ekki fá næga athygli og ákvað því með sjálfum mér að næst þegar handrit yrði klárt skyldi ég fá Gísla Martein Baldursson til að leggja nafn sitt við það og leika höfundinn. Ég ímyndaði mér að allt sem Gísli Marteinn legði nafn sitt við vekti sjálfkrafa […]

Brot úr Konu sendiherrans

K.S. flýtti sér skelkuð inn á læknastofuna. Hún fann stór augu ritarans fylgja sér eftir þar sem hún sat hokin fyrir aftan skothelda glerið eins og stór karta. Af lækninum stafaði daufum sígarettufnyk. Hann dustaði rykið af skrifborðinu með annarri erminni áður en hann lét þykka möppu falla þunglamalega á borðið með miklum skelli. – […]

Yrsa kemur ekki á óvart: Fólk vill fá sín morð

Um Brúðuna eftir Yrsu Sigurðardóttur (1963). Veröld gefur út. 2018. 359 blaðsíður. Verkið er það fimmta í röðinni með rannsóknarlögreglumanninum Huldari og sálfræðingnum Freyju hjá Barnahúsi í aðalhlutverkum. Það fjórða kom út 2017.     Bók kemur út eftir Yrsu Sigurðardóttir. Bókin heitir Brúðan. Bókin virðist glæpasaga. Bókin er það sem hún virðist vera. Yrsa […]

Kæra Jelena

Ég er ekkert endilega á því að skáldskapur þurfi alltaf að vera kenna okkur einhverjar lexíur eða færa okkur einhvern boðskap. Stundum er bara gott að láta hann fleyta sér áfram. En vá hvað það er gott þegar maður fer frá verki með eitthvað í maganum. Það getur reyndar verið stundum svona gott-vont. Það þegar […]

Meira

Á mörkum mennskunnar   Skáldsögunni Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday verður kannski best lýst með orðinu „linnulaus“. Hún byrjar sem ein allsherjar skelfing – hinn níu ára gamli Gaza aðstoðar föður sinn Ahad við að smygla flóttamönnum til vesturlanda og fer með þá einsog níu ára drengir annars staðar leika sér með mauraþúfur – og […]

Leifturmynd af hjónabandi

Þú hallar þér upp að konu þinni í nærfataverslun á Laugaveginum á Tenerife: Þið eruð stillimynd í óreiðu glaðværra sólbrenndra andlita. Veitið hvor annarri skjól fyrir krefjandi tilboðum. Svo, skyndilega er hún hrifin frá þér. Hverfur eins og bæn inn í vímu hins ágenga eðlileika. Æðir um rekkana einbeitt á svip stansar svo snarlega heldur […]

Kvöld

Þröskuldur hússins er þjöl drengurinn yddir tennur með þjöl ylfingstennur. Ryð þaksins sáldrast látlaust ryð þaksins litar hörund hans mjúkt hörund hans sáldrast látlaust hvenær er þetta eina þak búið? Hvenær hættir þakið að sáldrast Af þröskuldinum horfir hann á himin stjarnanna stjarnanna — drengurinn. Einhver hlær úti opnum hlátri — berar vargstennur hlær. Ljóð […]

Frostrósamanifestó, 19/11/2017

 [ógreinilegt]   Frostið kemur. Frostið kemur, og étur þig.   Frostið kemur. Frostið kemur. Frostið kemur, og ég…   Haa Aaaaaa. Tsjíííú.   Hvar er [ógreinilegt]?   Ó, þraukum frostið   [ógreinilegt]   Föl yfir öllu á morgun Frosinn heimur, á morgun.   Náttúran bíður, afþýðingar.   Undir jöklum. [ógreinilegt].   Trén sofa. Dýrin […]

Ingunn Ásdísardóttir

Martraðakennt hugarfóstur alræðisins

Hvaða ástæður sem liggja að baki útgáfu þessa verks, Sakfelling (2018), þá eru fyrstu viðbrögð efasemdir um tilverurétt þess. Ástæðan fyrir því að slíkar efasemdir koma upp er einföld: Með því að gefa verki sem þessu — áhugaverðri og ótrúlegri ádeilu á stjórnarhætti og vanhæfni N-Kóreysku ríkistjórnarinnar, sveipaðri átakanlegri raunasögu heillar þjóðar — hljómgrunn og […]

Um að girða

Ég held það hafi verið viljandi að þú hafir ekki þurrkað þér í framan þegar við fórum aftur út meðal vina okkar   safi minn situr eftir í skegginu þínu og mér finnst það hot   og ég ímynda mér ég myndi ábyggilega vilja vera kærasta þín ef þú værir ekki svona mikill alki   […]

Halla Kristjánsdóttir

Bjöguð bönd, ljótu leyndarmálin, hjónaband í krísu á tannhjóli vanans og þar fram eftir götunum

Um skáldsöguna Bönd eftir Dominico Starnone (1943) í þýðingu Höllu Kristjánsdóttur. 142 blaðsíður. Benedikt Bókaútgáfa gefur út. 2019. 2014 á Ítalíu.   Mér leiðist orðið svo ósegjanlega enda fullreynt löngu flest. En ég finn það æ betur fyrir neðan þind hvað það er sem ég þrái mest1   Ungur maður horfir á konu sína liggja […]

Flugfiskar

Cheilopogon heterurus   torfur af fljúgandi fiskum komu á móti mér   Var tilbúinn í göngutúr er ég sá frostþokuský úr fjarska -eins og dreka á vatni-   það voru torfur af fiskum að koma fljúgandi úr norðri eins og skriðdrekar sem kæmu skyndilega inn götuna og ég væri ekki búinn að frétta af neinu […]

Leyndarmál sem inniheldur þjófnað, blekkingar og skelfileg svik*

Um sálfræðiþrillerinn og glæpasöguna Afhjúpun Olivers eftir írska rithöfundinn Liz Nugent. Portfolio publishing gefur út. Verkið kom út árið 2018. 227 síður. Á frummálinu kom verkið út 2014. Og heitir Unraveling Oliver. Valur Gunnarsson er höfundur þýðingar.   Ég hafði búist við meiri viðbrögðum þegar ég kýldi hana í fyrsta sinn. Hún lá bara á […]

Bilað snjóruðningstæki?

Úti var nýfallin mjöll, ég setti Herbergingu í geislaspilarann og gekk inn í eldhús þar sem eiginkona mín var að undibúa kvöldmatinn. Hún spurði mig. Hvaða hávaði er þetta? Er snjóruðningstækið bilað? Ég útskýrði fyrir henni að þetta væri tónlist sem við værum að hlusta á. Bætti svo við að þetta gæti hugsanlega verið góð […]

Kona í baðkari

Hún liggur í baðkarinu í hnipri, heldur utan um hnén, ljós hárþyrillinn úfinn, augun starandi. Skrámuð og marin á skrokkinn, sköðuð til ólífis á sálinni. Í fallegu og velhirtu baðherbergi í austurborginni er þessi kona í baðkerinu eins og sprenging, geðveiki hennar ekki í samræmi við neitt venjulegt. Þeir komu með hana á svörtu maríu […]

tvö ljóð

  Í Vetrarhúsum   Frjáls í fríu falli Einskis á endanum eigin Sakna engra í eignarfalli Sjálfstæð hér sólarmegin         Akkeri   með berfættum dansi mun ég heiðra hafmeyjusporin flæða yfir og aftur í rauða hafið

Eiríkur Örn Norðdahl

Úr stafrófinu eftir Inger Christensen

8 hvíslið er til, hvíslið er til, haustið, heimssagan, og halastjarna Halleys; herskararnir eru til, hjarðmúgurinn, höfðingjarnir, holurnar, og inni í holunum hálfskugginn, inni í hálfskugganum af og til hérarnir, af og til laufskrúð fyrir holunum þar sem burknarnir eru til; og brómber, brómber, af og til hérarnir í skjóli laufskrúðsins og húsagarðarnir eru til, […]

það sem upp var lagt

það er upplagt að leggja þetta upp sagði maðurinn og hallaði undir flatt. Konan leit á hann vantrúuð ég veit það ekki, mér finnst þetta ekki upplagt sagði hún og lagðist upp maðurinn leit á hana snúðugur hann lagði upp hárið ég skil ekki þessa mótstöðu mótstaða, vinur minn, sagði konan letilega og stakk litla […]

á skrifstofunni

stend fyrir framan skrifborðið klæddur í gulan pollagalla með fötu í vinstri og skóflu í hægri söndugt hor á efrivör ég á þessa skrifstofu hvítir veggirnir lykta af festu og eirðarleysi á tölvuskjánum blikka þrjú þúsund ólesin ímeil eða þrjú þúsund skærrauð umferðarljós í Ártúnsbrekku er fjörutíu mínútna umferðarteppa en ég er bara hér á […]

Sauðburður

Verkalýðsdeginum ber að fagna í rigningu. Svo var það einnig þetta árið. Bændur og búalið fagna vætunni, sérlega falli hún lóðrétt sem mildur úði í blanka logni. Mjúklega strýkur hún grængresið og smýgur ofaní svörðinn, veitir gróðrinum næringu og kraft. Litar jörðina græna. Búmaðurinn andar léttar á svona dögum. Hárfínir regndroparnir vökva líka harðindaþreytta sálina. […]

Listi yfir ánægjulegar athafnir í efnahagslegum veruleika (hvernig væri að ramma hann upp á vegg?)

Þegar við erum lágt stemmd eða í geðlægð eigum við oft mjög erfitt með að taka okkur eitthvað fyrir hendur sem gæti breytt ástandinu og bætt líðan okkar. Ein af ástæðunum getur verið sú að okkur dettur einfaldlega ekkert í hug. Ímyndunaraflið er ekki beinlínis upp á marga fiska. Þá getur verið gott að eiga […]