Rómantíkin getur verið sjúk

Atburðarás Umsátur Grikkja um Tróju hefur staðið í sjö ár og allir að verða brjálaðir. Ekki síst Akkiles, sem er kominn í einhverskonar verkfall, húkir í tjaldi sínu með lagsmanni sínum og drepur tímann með því að hæðast að félögunum og bauki þeirra. Þegar Trójuprinsinn Hektor býðst til að ganga á hólm við hvern þann […]

Draugaþræðir snilligáfunnar

„En stjarna myndarinnar, eins og alltaf í myndum Paul Thomas Anderson, er leikstjórinn og handritshöfundurinn sjálfur,“ sagði Dan Webster kollegi minn alveg kaldhæðnislaust um myndina Phantom Thread. Án þess að átta sig á að myndin er fyrst og fremst að henda gaman að þessari skrítnu hugmynd okkar um snillinginn – og það gerir gamanið bara […]

Öfugsnáði

Öfugsnáði er nýjasta ljóðabók Braga Ólafssonar. Það sem hér fer á eftir er varla hægt að kalla ritdóm. Kannski fremur lestrarskýrslu eða lýsingu á lestrarupplifun. Frá því ég las bókina fyrst, skömmu eftir að hún kom út, hef ég lesið hana aftur og aftur og gripið í hana oftar en ég hef tölu á. En […]

Hvaðan kom þessi limur?

um sýninguna Léttfeti (Harðkjarna baun) í Window Gallery

Hér er ég á rölti niður Hverfisgötuna í Reykjavík. Hvað sé ég? Jahérna. Rúmteppi samtímans! Út að Hverfisgötu vísar gluggi sem síðustu fimm árin hefur verið vettvangur sýningahalds undir merkjum rongindow Gallery. Þann 1. mars sl. opnaði þar sýning með málverkum og innsetningu eftir Davíð Örn Halldórsson. Alla jafnan málar Davíð með hefðbundnum praktískum vinnuaðferðum, […]

Ábyggilegt kennslurit fyrir karlmenn

Ljóðabókin Ég er ekki að rétta upp hönd eftir Svikaskáld. Svikaskáldin eru: Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Orðið svikaskáld kallar fram í hugann mótþróasegg sem sýnir í ræðu og riti að gildi annarra séu ekki hans eða hennar. Skáld sem ætlar sér að nýta það […]

Ég þarf engan stjörnukíki

Ég held með söngvaskáldum. Fyrir mér er það göfugasta og fallegasta leiðin að tónlistarsköpun. Að semja sönglög og flytja þau sjálf(ur). Það kemst næst því að syngja eins og fuglarnir syngja. Og er það ekki viðmiðið: hin platónska frummynd (tón)listarinnar? Þetta er í grunninn rómantísk afstaða. Þetta er heldur ekkert svona einfalt. Þar sem ég […]

Svartur köttur saumar hey

Í gegn um og til í Gallerí Úthverfu

Seint á laugardagskvöldið eftir opnun sýningarinnar Í gegn um og til þann 3. mars síðastliðinn sagði ég við listamanninn, Ástu Fanneyju Sigurðardóttur, sem var á heimleið eftir langa vakt á Ísafjarðargaleiðunni, að ég hefði tekið Gallerí Úthverfu í fóstur og ætlaði að skrifa um allt sem þar væri sýnt – ef ég missti ekki af sýningunni, […]

Þegar við brotnum

Vorið 1988 fékk ég tvo menntaskólavini mína, þá Ólaf Jóhann Sigurðsson og Sigurð Jóhannesson, með mér í pínu fráleitan leiðangur. Við/Siggi keyrðum frá Akureyri til Reykjavíkur, fórum í leikhús og keyrðum svo aftur til baka um nóttina. Ástæðan: Við/ég vildum ekki missa af Hamlet.

Þetta er þannig leikrit.

Amma þín var ekki beygla

1971 fengu konur í Sviss kosningarétt. Með því varð Sviss síðasta land Evrópu til að veita konum réttindi þessi. Á Íslandi var þetta skref stigið 1915 er konur fertugar og eldri fengu kosningarrétt. Þrátt fyrir þennan rétt urðu ekki margar konur alþingiskonur. Á árunum 1916 til 1978 sátu tíu konur á Alþingi. Sú tíunda var Jóhanna Sigurðardóttir. „Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri í Reykjavík árið 1994 höfðu aðeins tvær konur stýrt kaupstöðum á Íslandi“. (bls. 143, Ármann Jakobsson)

Keisarinn og heimspekingurinn (eða hræsnarinn?)

Um mildina

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins gaf út fyrir jól þýðingu á öðru lykilriti fornaldarheimspekinnar. Slíkar þýðingar eru alltaf tilefni til fagnaðar, en áður hafa auðvitað birst þýðingar á einhverjum stærstu ritum fjölmargra klassískra heimspekinga og hugsuða: Platon, Aristóteles, Þeófrastos, Cicero, Tacitus, o.fl. Þessar þýðingar, ásamt ítarlegum og vönduðum inngöngum sem setja verkið í samhengi fyrir nútímalesendur, er ómetanlegt […]

Sex in the Forest

AtburðarásÍ hertogadæmi einu eru tveir óhamingjusamir unglingar. Orlando er kúgaður af eldri bróður sínum og Rosalind syrgir útlagann föður sinn, en býr í skjóli Selíu vinkonu sinnar, dóttur hertogans sem rændi föður Rosalindar völdum og hrakti hann út í skóg. Orlando og Rosalind hittast og fella hugi saman. Grimmd bróður og valdaræningja keyrir um þverbak […]

Tekst á flug og grípur lesandann með sér

Um Sögu Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson

Það sem þarf til þess að bókabransinn lifi er að einhverjir lesi bækur. Á þessum hraðskreiðu tímum netheima, samfélagsmiðla og tækniframfara þarf til þess grípandi bækur sem halda lesendum við efnið. Það er kannski þess vegna sem glæpasögur tröllríða öllu um þessar mundir. Glæpasögur, að minnsta kosti ef eitthvað er varið í þær, grípa lesandann, […]

Gotnesk suðurríkjasaga í Miðvestrinu (eða sjúkari útgáfa af Rambó?)

Three Billboards Outside Ebbing, Missouri

Skiptar skoðanir eru um nýjustu mynd Martin McDonagh. Móttökurnar eru nokkuð aðrar en þetta írska leikritaskáld á að venjast, en síðustu myndir hans In Bruges (2008) og Seven Psychopaths (2012) fengu heilmikið lof gagnrýnenda (voru þó aðeins blendnari tilfinningar gagnvart þeirri síðari). Þær voru hins vegar nokkuð vanmetnar, fengu ekki það mikla almenna athygli og […]

Fín skemmtun

Í fyrra kom út platan Hefnið okkar með rappdúóinu Úlfur Úlfur. Hljómsveitin er skipuð Arnari Frey Frostasyni og Helga Sæmundi Guðmundssyni. Á plötunni eru tólf lög. Kannski er ég ekki rétti maðurinn til þess að skrifa rýni um rapptónlist. Þó ég hafi hlustað eitthvað á rapp síðan ég heyrði fyrst í Beastie Boys og Run […]

Langur tími í pólitík

Atburðarás Júlíus Caesar er einráður í Róm, á borði en ekki í orði. Ekki enn. Brútus, Kassíus og nokkrir fleiri vilja koma í veg fyrir að hann verði krýndur konungur, nokkuð sem nánustu fylgismenn Júlíusar, á borð við Markús Antóníus, eru alveg til í. Lýðræðisvinirnr ráða Sesar af dögum, en Markús æsir Rómarbúa gegn þeim […]

Eins konar ljóð, eins konar skáldsaga

Um Elínu, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur (1981) sem út kom 2017. JPV útgáfa gefur út. 182 síður. Sagan sem hér er tekin til umfjöllunar telst vera önnur skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur. Sú fyrri, Hvítfeld-fjölskyldusaga, kom út árið 2012 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Það verk sem hér er til umfjöllunar gerði gott betur. Kristín hefir einkum […]

Krakkar, myndiði hakakross

Framleiðendurnir í uppsetningu Nemendamótsfélags Verzlunarskóla Íslands

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Um daginn fékk ég tölvupóst þess efnis að nemendamótsfélag Verzlunarskóla Íslands vildi fá gagnrýnendur á sýningu sem það eru að setja upp. Ég horfði í spurn um stund á nafn þessa félags áður en ég áttaði mig á því að Nemó er stytting á nafni nefndar sem hljómar eins og […]

Stýrðar lífheildir

Sýning listatvíeykisins Clara Bro Uerkvitz og Steinunnar Önnudóttur í Ekkisens ber titilinn Terraria. Titillinn vísar til rannsóknarstofu þar sem dýr og plöntur lifa í umhverfi sem líkir eftir náttúrulegum heimkynnum þeirra. Innsetningin virðist því að einhverju leyti rekja ættir sínar til þeirrar raunvísindahyggju þar sem vísinda- og listafólk vinnur saman og orðin er nokkuð áberandi […]

Trúnó

Atburðarás Hinn ungi konungur Hinrik fimmti ákveður að leggja undir sig Frakkland sem hann telur sig eiga réttmætt tilkall til. Hann er drifinn áfram af frýjunarorðum Frakkaprins, sem hæðist að vandræðaunglingsfortíð konungsins, og af sinni eigin þörf til að sanna sig. Eftir að hafa afhjúpað svikara í innsta hring siglir herinn yfir sundið og eftir […]

Allt molnar svo ofurhægt

Margbrotnar fjölskyldur, Kópavogur og kartöflur – Kartöfluætur Tyrfings Tyrfinssonar í Borgarleikhúsinu

Þegar ég geng inn í litla salinn í Borgarleikhúsinu gleymi ég alltaf við hverju ég á að búast. Ég hef séð ótalmargar sýningar þar en í hvert sinn hefur litla rýminu verið umturnað svo algerlega og breytt í nýjan heim að ég verð alltaf jafn hissa. Á Kartöfluætunum eftir Tyrfing Tyrfingsson fékk ég hins vegar […]

Farsælt ástarsamband með húmorinn að vopni

Um leikverkið Ahhh... Ástin er að halda jafnvægi / nei fokk / ástin er að detta

Leikhópurinn RaTaTam bauð upp á dýrindis kvöldskemmtun í Tjarnarbíói föstudagskvöldið 9. febrúar. Þá frumsýndi hópurinn leikverkið Ahhh… Ástin er að halda jafnvægi / nei fokk / ástin er að detta eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem er leikstýrt af Charlotte Bøving. Við skemmtum okkur konunglega, ég og gamli maðurinn sem sat við hliðina á mér og auðheyranlega […]

Skyldu sorgirnar verða eyrnamerktar?

Slitförin er ekki auðveld bók, hvorki aflestrar né að umfjöllunarefni. Jafnvel titilinn mætti skilja á tvenna vegu: slitför henda margar konur eftir barnsburð, órækur vitnisburður um líkamlega áreynslu meðgöngunnar. En leiðin til sátta þar sem ekki er gróið um heilt eftir sár fortíðar getur sömuleiðis verið slítandi, eins konar slitför. Þannig verða slitför móðurinnar táknræn […]

Fituskömmunarþríleikurinn

Samhengi skiptir máli. Það á ágætlega við um The Merry Wives of Windsor, sem skipar ekkert sérlega virðulegan sess í höfundaverki Shakespeares. Forvitnilegan þó, samhengisins vegna, að tvennu leyti.

Í fyrsta lagi er það tilurðarsagan og ritunartíminn. Hún fór snemma á kreik, þjóðsagan um að skáldið hafi skrifað verkið að kröfu Englandsdrottningar, sem var víst alls ekki búin að fá nóg af Falstaff eftir tvö leikrit og bað um eitt til, þar sem feiti riddarinn væri ástfanginn. Afraksturinn á að hafa verið þetta verk, sem heitir reyndar Falstaff, and the Merry Wives of Windsor í fyrstu prentuðu útgáfu.

Með breytilegri brennivídd

Um sýningu Auðar Ómarsdóttur, Zoom

Listamenn gera sér jafnan efnivið úr sömu grunnþemunum eða geðhrifunum, sem birtast stundum sem andstæðupör – lífsgleðin vs. dauðinn, ringulreið vs. regla, hið hversdagslega vs. hið háleita og rómantíska, hið móralska vs. hið siðspillta – en kalla hvert til annars jafnvel þegar þeim er ekki sérstaklega þannig uppstillt. Lífsgleðin minnir alltaf á dauðann, reglan alltaf á […]

Helvítis erfðasyndin

Um minningabókina Syndafallið eftir Mikael Torfason. Sögur útgáfa gefur út. 254 síður. Sú minningabók sem hér er til umfjöllunar spannar tímabilið 1979 til ársins 2017. Tekur hún við af hinni fyrri, Týnd í Paradís, frá árinu 2015. Sú hverfist um fyrstu æviár höfundarins Mikaels Torfasonar sem fæddist árið 1974. Hefir höfundur og sögumaður verkanna kunngjört […]

Bónusljóð – endurunnin útgáfa!

Bónusljóð, ein mest selda ljóðabók allra tíma á Íslandi, hefur nú loksins verið aukin, endurunnin, endurskoðuð og endurprentuð til samræmis við ströngustu kröfur neytenda og alþjóðlegra staðla um gæði ljóðmetis. Úr kynningartexta Það mætti segja mér að Bónusljóð hafi verið helvíti sniðug þegar þau komu fyrst út árið 1996. Bónusljóð. Gefin út af Bónus. Seld […]

Hamfaralist í herberginu

Um kvikmyndina The Disaster Artist

The Disaster Artist fjallar um fæðingu og örlög einhverrar hræðilegustu leiknu bíómyndar í Bandaríkjunum undanfarna áratugi; The Room. The Room er svo fullkomlega  léleg að maður spyr sig á ákveðnum tímapunkti hvort hér sé hreinlega listamaður á ferð, eins konar Mr Brainwash kvikmyndaheimsins (Exit through the Gift Shop), The Room  fer eiginlega í hring og […]

Að afhlaupnum hornum

Í uppfærslu Gregory Doran á fyrra leikritinu um Hinrik fjórða lætur hann krónprinsinn löðrunga dómstjóra (Lord Chief Justice) nokkurn sem kemur inn á krána, þar sem þeir Falstaff sitja að sumbli, í leit að ránsfeng. Þetta er skrítið augnablik. Ekkert í texta leikritsins styður þessa athöfn, viðbrögð og eftirmál verða engin. Skýringuna er að finna í framhaldsleikritinu. Þar er þessi löðrungur mikið umtalaður, og reyndar fangelsun prinsins fyrir þetta brot gegn valdstjórninni. Fangelsun sem sér engan stað í fyrra leikritinu.

Blaut bók og bragðlausir réttir

Vatnsstígur er stutt þvergata við Hverfisgötu sem ég gisti á síðast þegar ég heimsótti Reykjavík, en það er líka ljóðabók eftir Tryggva Stein Sturluson. Ég varð ekki var við neina beina tengingu við götuna sjálfa samt, það er frekar að ljóðmælandi leyfi vatninu að móta sína stíga, þetta er nefnilega blaut bók. Blaut í þeirri […]

Við lifum enn í þögulli örvæntingu

Walden

Í frægu verki sínu Heimspeki sem lífsmáti setur franski heimspekingurinn Pierre Hadot fram áhugaverða greiningu sína á heimspeki í fornöld. Í stuttu máli er greining hans sú að heimspekihefðin sem á uppruna sinn hjá Sókratesi hafi falist í athöfn sem snerist fyrst og fremst um andleg málefni sjálfsins. Heimspekiástundun var þannig æfingar og leiðir til […]

Funny ‘cause it’s old

Árið er 1403. Hinrik Plantagenet er búinn að komast að því að hásæti eru svolítið eins og piparkökur, þau eru ekki sérlega væn þeim sem hafa stolið þeim. Hann á slatta af óvinum, og er auk þess farinn að sjá óvini í vinum sínum, þeim sem hjálpuðu honum til valda á sínum tíma. Snemma leikrits ofbýður nokkrum þeirra og þeir ákveða að steypa valdaræningjanum af stóli. Þar fer fremstur í flokki ungur og vígfimur ofláti, Henry „Hotspur“ Percy, en aðrir í innsta koppi eru faðir hans og bróðir, sem og velski höfðinginn Glendower og tengdasonur hans, sem sjálfur getur reyndar gert kröfu til krúnunnar sem afkomandi Játvarðs þriðja.

„Peningalyktin mun gera þig háða – að peningasnáða“

Kópboi Herra Hnetusmjörs

Ég vil tala um orð og texta – merkingu, ætlaða eða ekki. Um tengingar sköpunar við samfélag. Byrjum á að nefna lexíu númer eitt: orð hafa mikið vald og þau eru gildishlaðin. Auðvitað eru einhverjir tónlistarmenn sem gefa frá sér tónlist sem þeir sérstaklega merkja sem pólitíska, á meðan aðrir vilja helst ekki heyra á […]

Lítil þúfa, þungt hlass

Örninn og fálkinn eftir Val Gunnarsson Mál og menning gefur út Viðvörun: Hér er að finna spilla um þemu og söguþráðinn í heild en ekki um atburðarrás bókarinnar beint. Það er orðið þekkt stef í fantasíum að nota nasista til illra verka. Oft er það til að gera grín að hernaði eða í það minnsta […]

Pínulítil kenopsía

Gíraffi, krókódíll og önd-kanína koma arkandi inn í Kringluna, með hjörtun full af söknuði og þrá eða ekki: Um Pínulitla kenopsíu

Ég vil byrja á að segja að ég er hrifinn af bókinni Pínulítil kenopsía: Varúð, hér leynast krókódílar, eftir Jóhönnu Maríu Einarsdóttur. Mér finnst hún góð. Þá er það frá og við getum vikið að öllu hinu, sem er öllu óljósara, til dæmis hvað er svona gott við hana. Blaðamenn á ráfi um Kringluna Þegar […]

Sönn ást (á bókmenntum!)

Ég á það til að fyllast einhvers konar kvíða eða spennu þegar ég á að skrifa um verk eins og hér um ræðir, Orlando eftir Virginiu Woolf sem Soffía Auður Birgisdóttir hefur þýtt og Opna gefur út. Oftast er það þó mjög vægt og stafar af aðdáun á því stórvirki bókmenntanna sem maður stendur frammi […]

Stjörnustríð á gervihnattaöld

Í The Last Jedi er Rey komin að endimörkum alheimsins þar sem hún finnur Loga Geimgengil, sem hefur sagt skilið við máttinn, sökum hættunnar sem felst í að beita honum. Logi þjálfaði á sínum tíma Kylo Ren – eða Ben Solo, son Lilju og Hans – sem gekk í lið með myrkrahliðinni, og er sem sagt dálítið trámatíseraður fyrir vikið. Honum finnst lífið mjög erfitt. „I came here to die“, segir hann. (Er of seint að setja spoiler alert hérna? Ég ætla allavega ekkert að gæta mín.)

Morðóður og matvandur krókódíll

Eitt einfaldasta og algengasta frásagnarform nútímabókmennta gengur út á að söguhetja, sem við getum fundið til með og jafnvel speglað okkur sjálf í, kljáist við óuppfylltar þrár og langanir. Oft er sjálf þráin skiljanleg og rökrétt, en ef sagan er dramatísk er útfærslan harmræn og órökrétt, og ef hún er kómísk er eltingarleikurinn kannski jafn […]

Löglegt – siðlaust

Ekkert Shakespeareleikrit ber annan eins farangur með sér inn á sviðið og The Merchant of Venice. Það er samt ekki beinlínis leikritinu eða höfundi þess að kenna, eins og allir vita. Það er svo til marks um listrænan styrk þess, túlkunarvíddir og stöðu innan höfundaverksins að það skuli vera meðal mest leiknu og dáðustu verkanna eftir miðja tuttugustu öld, en ekki sópað niður í ruslflokk með Two Gentlemen og King John.

Þægileg og djúp

Út er komin ný plata með þeim Tómasi R. Einarssyni og Eyþóri Gunnarssyni. Gripinn kalla þeir Innst inni. Á plötunni er að finna 11 lög eftir Tómas, flest ný en önnur eru nýjar útgáfur af áður útgefnum lögum. Hún var tekin upp á þremur dögum, hljóðblönduð af Jóhanni Rúnari Þorgeirssyni og hljóðjöfnun var í höndum […]

Das Kapital ræður

FYRSTI HLUTI: INNGANGUR Klukkan átta var siglt af stað frá höfnum út um allt með rúmlega átta þúsund farþega. Þetta var bara byrjunin, stanslausir flutningar áttu sér stað allan sólarhringinn næstu daga og vikur. Rýming Íslands var hafin. (bls. 9) Um skáldsöguna Kaldakol Þórarins Leifssonar (1966). Verkið kemur út á vegum Máls og menningar og er […]

Frumspekileg tragikómedía, trúarleg samfélagsgagnrýni og absúrdismi (bara svo eitthvað sé nefnt)

Bartleby skrifari

Eftir að hafa lokið við stórvirkið Moby-Dick; Or, The Whale sem kom út árið 1851, gaf Herman Melville í kjölfarið frá sér nokkrar stóráhugaverðar smásögur. Sumir fræðimenn vilja meina að í gegnum þær hafi hann að einhverju leyti fengið útrás fyrir gremju sína yfir viðtökunum, en þetta tímalausa meistaraverk heimsbókmenntanna, afrakstur gríðarlega krefjandi og erfiðrar […]

Aftur og aftur

Þriðja skáldsaga Halldórs Armands kom út núna í nóvembermánuði. Forlagið, undir merkjum Máls og Menningar. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem Halldór er gefinn út í harðspjaldi, eins og hann tilkynnti glaður á Instagram aðgangi sínum. Áður en ég reyni að segja eitthvað gáfulegt í samtali við og varðandi þessa bók, verð ég að […]

Í yndislegri sturlun

A Midsummer Night’s Dream er það leikrit sem ég þekki best. Og þá er ég ekki bara að tala um Shakespeare. Ég kann það næstum utanað. Hef leikið í því, samið við það tónlist, þar á meðal heila óperu við harmleikinn um Píramus og Þispu, leikstýrt því, unnið með það á námskeiðum og séð það í fleiri uppfærslum (held ég) en nokkurt annað. Þrisvar í Nemendaleikhúsinu, einu sinni í Þjóðleikhúsinu og einum sex áhugaleikfélagauppfærslum. Næstum allar voru þær í það minnsta skemmtilegar og ein þeirra, uppfærsla Guðjóns Pedersen í Nemó 1993, er með eftirminnilegustu kvöldstundum sem ég hef átt í leikhúsi, og er þá þónokkuð sagt.